Deildarsýningin um helgina 28.september

Deildarsýning Retrieverdeildar 2019 verður haldin næstkomandi laugardag, þann 28. september í Reiðhöll hestamannafélagsins Mána í Keflavík, Sörlagrund 6. 

Sýningin hefst kl. 09:00 á keppni ungra sýnenda sem Theodóra Róbertsdóttir dæmir, keppt verður í bæði yngri og eldri flokki og byrjum við á eldri sýnendum. 

Skráning á sýninguna var frábær, eða 96 hundar !  Þar sem að öllu jöfnu er ekki ætlast til af dómara að dæma mikið meira en 70 hunda á dag, þá leituðum við til eins af okkar frábæru íslensku dómara sem hafa réttindi á Retrievertegundirnar, Auðar Sifjar Sigurgeirsdóttur um að taka að sér að dæma hvolpana (19 stykki) og hún þáði það okkur til mikillar gleði. 

Eins og áður er greint frá dæmir Gerda Groenweg frá Hollandi aðra hunda.

Sýningin haldin í tveimur hringjum nær samtímis og hefst dómur kl. 10:00.  Til að auka spennuna verður boðið upp á dóm í pörum (tveir hundar af gagnstæðu kyni í eigu sama eigandi) afkvæmahópa og ræktunarhópa. 

Það er okkur mikils virði að allir eigi góðan dag og að orðspor okkar haldist gott þannig að við biðjum fólk að mæta tímanlega á sýninguna og í dóm og passi upp á alla umgengni.  Ekki láta hundana pissa inni eða utan í húsið, og hirða samviskusamlega eftir þá fyrir utan. 

Í reiðhöllnni er fínasta kaffistofa þar sem deildin mun bjóða sýningagestum upp á að kaupa léttar veitingar, ekki er leyfilegt að taka hundana með inn á kaffistofuna.  Þá verður einnig hægt að kaupa eitthvað af stiga og titlarósettum þar, posi verður á staðnum. 

Það verður sjoppa með Mexikanskri kjúklingasúpu í hádeginu og kaffi,te og heitt súkkulaði og ýmislegt góðgæti á vægu verði

Neðangreindir tenglar opnast á laugardaginn:

Umsagnir: https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/190376?session_locale=en_GB
Sýningaskrá: https://www.hundeweb.dk/udstilling-katalog/udstilling/190376/?session_locale=en_GB

Hér má sjá Dagskrána

Hér má sjá fjölda í tegund

Það er okkar von  að allir skemmti sér vel og að við eigum góðan dag saman. 

Hér fyrir neðan er leiðarlýsing að höllinni og er hún eins og áður sagði við Sörlagrund 6.