Úrslit frá prófi 201910 við Þrándarholt

Í dag var haldið veiðipróf 201910 við Þrándarholt á bökkum Þjórsá.

Jens Magnús Jakobsson var dómari og setti upp skemmtileg og krefjandi próf í öllum flokkum. Fulltrúi HRFÍ var Halldór G. Björnsson og prófstjóri Ævar Valgeirsson

Úrslit eru komin inná Retriever síðuna, bestu hundar í flokkum voru eftirfarandi.

BFL Bergmáls Blíða Ronja með 1.einkun, eigandi og stjórnandi Henrý Örn Magnússon

OFL Heiðarbóls Dimma með 1.einkun, eigandi og stjórnandi Heiðar Sveinsson

ÚFL-b Kolkuós Pradi með 1.einkun, eigandi og stjórnandi Sigurmon M. Hreinsson

Fyrir hönd deildarinnar færum við kærar þakkir til styrktaraðila og satrfsfólks.

Mynd: Halldór Björnsson, Ævar Valgeirsson, Henrý með Ronju, Sigurmon og Prati, Heiðar og Dimma og Jens Magnús