Búið að opna fyrir skráningu á próf 201903-04 í Hvammsvík

Opnað hefur verið fyrir skráningu á veiðipróf 201903-04 sem haldin verða við Hvammsvík 11.og 12. maí n.k.

Dómari verður Lars Norgard frá Danmörku, fulltrúi HRFÍ verður Halldór Björnsson

Gunnar Örn Arnarson og Kári Heiðdal verða prófstjórar.

Skráning verður opin til miðnættis sunnudagsins 5.maí.

Sú nýbreytni er í ár að viðbætist önd og gæs í bráð á prófum.  Önd í bfl og gæs (helsingi og heiðagæs) í OFL og ÚFL-B.  Þessi bráð verður notuð í bland við hefðbundna bráð undanfarinna ára, svartfugl og máv.

Hvammsvík býður uppá góða möguleika fyrir próf og er það von okkar að skráning verði eins og best verður á kosið.