Úrslit frá veiðiprófi 201901 við Murneyrar

Í dag fór fram b-veiðipróf 201901 við Murneyrar.

Dómari var Jens Magnús Jakobsson, fulltrúi HRFÍ Kjartan I. Lorange, prófstjóri Þórhallur Atlason.

Prófað var í öllum flokkum og tóku 9 hundar þátt í heildina, öll úrslit eru komin ásamt umsögnum inná retriever síðuna hér

  • í BFL var besti hundur Þula, eigandi og stjórnandi Þorsteinn Hafþórsson með 1.einkun
  • í OFL var besti hundur Veiðivatna Flugan Embla, eigandi Sigurbjörg Vignisdóttir, stjórnandi Sigurdór Sigurðsson með 2. einkun
  • í ÚFL-b var besti hundur Ljósavíkur Nínó, eigandi og stjórnandi Ingólfur Guðmundsson með 1.einkun.

Jens Magnús var þarna að dæma sitt fyrsta próf eftir að hafa lokið dómaranámi í fyrra.  Aðstæður voru fína, talsverður vindur  en þurrt.  Prófið var vel upp sett og skemmtilegt fyrir þátttakendur og áhorfendur.

Innilega til hamingju allir þátttakendur með ykkar flottu hunda og þakkir til starfsmanna fyrir ykkar framlag.

Sem fyrr eru styrktaraðilar mikilvægir og þar ber að nefna Eukanuba og Acana fóður, gæludýraverslunin Bendir og Hyundai bílaumboðið á Íslandi.

Á mynd eru Þórhallur Atlason prófstjóri, Jens Magnús Jakobsson dómari, Þorsteinn Hafþórsson og Þula, Ingólfur Guðmundsson og Nínó og svo Kjartand I. Lorange fulltrúi HRFÍ.  Á mynd vantar Sigurdór Sigurðsson og Flugu.