Búið að opna fyrir skráningu á veiðipróf 201902 við Stokkseyri

Opnað hefur verið fyrir skráningu á veiðipróf 201902 sem haldið verður við Stokkseyri 27.apríl n.k.

Prófstjóri verður Svava Guðjónsdóttir

Prófdómari Sigurður Magnússon

Fulltrúi HRFÍ Halldór Björnsson

Prófað verður á nýju svæði við Stokkseyri sem er ekki langt frá þeim stað sem haldið hafa verið próf síðustu tvö ár.  Skemmtilegt svæði á veiðislóð.

Af gefnu tilefni bendum við á að í ár verða notaðar endur og gæsir (heiðagæs og helsingi) í flokkum eins og heimilt er í bland við svartfugl og máv.

það lokar fyrir skráningu á miðnætti 21.apríl n.k.