Óformlegt veiðipróf

Veiðinefnd mun standa að óformlegu veiðiprófi við Straum í Straumsvík 23.mars n.k. kl.10.00

Óformlegt veiðipróf er góður vettvangur til að reyna sína hunda ekki síst fyrir þá sem eru óvanir.  Prófað er við aðstæður sem eru sem líkastar aðstæðum í prófi og dómari veitir umsagnir og leiðbeiningar.  Ekki er gefin einkun.

Boðið verður uppá próf í BFL (byrjendaflokki) og OFL (opnum flokki).

Skráning fer fram á staðnum og kostar kr.500 að taka þátt.

Dómarar verða Hávar Sigurjónsson og Jens Magnús Jakobsson og rennslið ætti að verða nokkuð gott með tveimur dómurum.

Umsjónaraðilar viðburðar eru Guðrún Ragnarsdóttir og Gunnar Örn Arnarson.

 

 

Myndir frá síðasta óformlega prófi