Nýr veiðiprófsdómar og búið að opna fyrir skráningu á próf

Stjórn HRFÍ hefur samþykkt Hávar Sigurjónsson sem veiðiprófsdómara fyrir sækjandi hunda,  Hávar hefur gengið með undanfarin misseri og tók lokapróf hjá Peter Nordin 11. og 12. ágúst síðastliðinn og eins og áður sagði veitti HRFÍ honum réttindi eftir að hafa fengið umsögn frá dómararáði og stjórn Retrieverdeildar.

Við óskum Hávar til hamingju með dómararéttinding og bjóðum hann velkomin til starfa.  Það varð að samkomulagi hjá dómurum og veiðinefnd að bjóða honum að dæma næsta próf sem verður haldið við Tjörn laugardaginn 8.september n.k.og hefur Hávar samþykkt það.

Búið er að opna fyrir skráningu á próf 201809 í Hvammsvík í Hvalfirði 8.september n.k.

Dómari Hávar Sigurjónsson

Prófstjóri Kristján Smárason

Fulltrúi HRFÍ Sigurður Magnússon

það er komið að seinnihluta prófvertíðar þessa árs og hafa skráningar verið almennt með miklum ágætum.  það er von okkar að fá góða skráningu á þessa frumraun hjá nýjum dómara og þá helst í öllum flokkum.

Á mynd eru Hávar Sigurjónsson, Peter Nordin og Sigurður Magnússon.