Veiðipróf á Melgerðismelum 2018

Tvöfalt veiðiprófið verður haldið á Melgerðismelum helgina 23.-24. júní næstkomandi.
Að loknu prófi á laugardeginum verður slegið upp grillveislu í félagsheimilinu Funaborg semstaðsett er á Melunum.
Allir eru velkomnir í matinn óháð því hvort tekið er þátt í veiðiprófinu eða ekki.

Verð og skráning
Skráningarfrestur er til þriðjudagsins 19. júní
Fullorðnir greiða 3000 kr.
16 ára og yngri greiða 1000 kr (frítt er fyrir börn á leikskólaaldri)
Ella tekur á móti skráningum í matinn gegnum netfangið raggi77@me.com eða í einkaskilaboðum á facebook: Elín Thorsteinsdottir

Tjaldsvæði og aðstaða
Norðurhundadeildin hefur leigt Melgerðismela þessa helgi þ.e. frá seinniparti föstudags framá sunnudag. Fín aðstaða er á svæðinu til að tjalda og frjáls aðgangur að félagsheimilinu (salerni, eldhús og kaffi) sem deildin hefur greitt fyrir og er tilvalið að nýta sér.
Hægt er að tengjast rafmagni fyrir ferðavagna en komast verður að samkomulagi um nýtingu þess þar sem ekki eru margir tenglar. Ef illa viðrar geta þeir sem eru í tjöldum fært dýnur inn í félagsheimilið og gist þar.

Um 15 km eru í næstu sundlaug sem staðsett er í Hrafnagili.