Búið að opna fyrir skráningu á Melgerðismela

Búið er að opna fyrir skráningu á próf 201804 og 05 við Melgerðismela í Eyjafirði.

Þessi próf hafa verið að jafnaði best sóttu veiðiprófin undanfarin ár.  Mjög gott prófsvæði, öll umgjörð norðanfólks til mikillar fyrirmyndar og svo skemmir ekki að þarna er alltaf rétt veður.

Dómarar verða Halldór Björnsson og Sigurmon M. Hreinsson og verða þeir líka fulltrúar HRFÍ, prófstjórar eru Fanney Harðardóttir og Ragnar Þorgrímsson.

Keppt verður um Ljósavíkurbikarinn og má finna reglur um hann hér

Að vanda verður efnt til kvöldverðar á laugardagskvöldinu sem verður betur kynnt síðar.

Frí tjaldsvæði við félagsheimilið með aðgang að salerni og rafmagni.

Hér að neðan er leiðin inn að Melgerðismelum frá Akureyri.