Fyrsta Vinnupróf á Íslandi

Þá er komið að því, næsta miðvikudag 5 júlí verður fyrsta Vinnupróf fyrir retrieverhunda haldið á Íslandi (Working Test, WT) við Tjarnhóla. Það er búið að vera nokkuð langt ferli að koma WT á koppinn hér á landi, þýða reglur, yfirfara og fá samþykkt. Nú verður sem sagt fyrsta prófið keyrt í gegn og eru 8 hundar skráðir í prófið. Prófað verður í öllum flokkum og Dómarar verða Halldór Björnsson, Sigurður Magnússon og Sigurmon Hreinsson. Prófstjórar verða Jens Magnús Jakobsson og Heiðar Sveinsson. Nafnakall verður klukkan 18.00. Þetta er ný reynsla fyrir okkur öll og var tekin ákvörðun að keyra fyrsta prófið með fáum þátttakendum og læra af því.

Það væri gaman að sjá áhorfendur og endilega kynnið ykkur reglurnar hér.