Veiðipróf 201702 við Tjarnhóla

Flottar skráningar komnar á næsta próf númer 201702 sem haldið verður við Tjarnhóla. Opið verður fyrir skráningu til miðnættis 1.maí n.k. koma svo, fyllum alla flokka 🙂 Prófið verður með svipuðu sniði og undanfarin ár og ef næg þátttaka verður mun það verða haldið tvö kvöld. Þriðjudagskvöldið 9.maí og miðvikudagskvöldið 10.maí. Undanfarin ár hefur prófið byrjað 18.00 með nafnakalli. Það ræðst af aðsókn í flokka hvort hvernig þeir raðast niður á kvöldin. Þetta hafa verið skemmtileg próf og vel sótt. Prófdómari í ár er Halldór G. Björnsson, Fulltrúi HRFÍ er Sigurmon M. Hreinsson. Prófstjóri er Kári Heiðdal. Tjarnhólar eru nálægt Reykjavík, ekið er Nesjavallaleið og ca 3 km eftir að komið er fram hjá sumarbústöðunum er beigt til hægri uppá smá hæð. Prófsvæðið er síðan í kringum tjarninrnar sem eru á vinstir hönd á afleggjaranum. Hér fyrir neðan má sjá leiðina frá Reykjavík að Tjarnhólum og svo úrslit eitt kvöldið 2014 þegar BFL og ÚFL voru prófuð saman. Vonumst til að sjá ykkur sem flest.